Stígarnir ruddir

 

Undanfarna daga hafa starfsmenn félagsins rutt stíginn í kringum Hvaleyarvatn eins og þörf krefur með heimatilbúnum snjóplóg úr vörubretti sem dregið er með sexhjóli. Einnig hafa valdir skógarstígar verið ruddir. 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun. Meginhlutverk félagsins er umsjón og uppbygging útivistarsvæðisins í upplandi bæjarins. Tæplega 900 mann eru félagar í Skógræktarfélagi Hfj. Árgjaldið er kr. 2.500,-. Hægt er að gerast félagi með því að klikka á flippann "um félagið" og fylla út "gerast félagi". Einnig má senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum garð- og skógarplöntum í Gróðrarstöðinni Þöll.

Á annarri myndinni sést Jökull draga snjóplóginn og á hinni má sjá afraksturinn en báðar myndirnir eru teknar við Hvaleyarvatn (ljósmyndir: Isabella Praher).