Stjórn Landgræðslusjóðs í heimsókn

 

Stjórn Landgræðslusjóðs heimsótti félagið þann 17. janúar 2018. Megintilgangur heimsóknarinnar var að skoða skógræktina í Vatnshlíðalundi en Skógræktarfélag Hfj hefur gróðursett þar árlega frá árinu 2011 með styrk úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else E. Bárðarson en sjóðurinn er í vörslu Landgræðslusjóðs. Búið er að gróðursetja yfir 11.000 trjáplöntur í pottum (2-4 ára) og 42.000 skógarplöntur í bökkum af um 40 mismunandi tegundum í Vatnshlíðina. 

Myndin var tekin af þessu tilefni af stjórnarmönnum Landgræðslusjóðs auk Árna Þórólfs. og Steinars frá Skógræktarfélagi Hfj. Frá vinstri. Árni Bragason (Landgræðslunni), Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs, Aðalsteinn Sigurgeirsson (Skógræktinni), Lydía Rafnsdóttir, Árni Þórólfsson, Þuríður Yngvadóttir (Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar) og Steinar Björgvinsson.