Jólatrjáasalan er opin sunnudaginn 10. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin í dag, sunnudaginn 10. desember, frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu- og grenijólatré, hin vinsælu tröpputré, greinar, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira. 

Kl. rúmlega 14.00 mun tónlistarmaðurinn Marteinn Sindri Jónsson koma og leika og syngja nokkur lög í bækistöðvum félagsins (Þöll). 

Vegna Kaldárhlaupsins verður Kaldárselsvegur lokaður frá kl. 13.00 í um hálftíma.

Öllum viðskiptavinum er boðið upp á heitt súkkulaði í dag í kaupbæti. 

Ljósmyndin er af Marteini Sindra sem mun koma fram í dag kl. rúmlega 14.00.