Sjálfboðaliðadagur 7. október 2017

Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar norðvestur af Þöll. Við byrjum kl. 10.00. Reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir.

Við munum setja upp skilti við Hvaleyrarvatnsveginn til að leiðbeina þátttakendum hvar við munum hittast. Símar starfsmanna félagsins eru hér fyrir neðan. 

Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu Í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Takið með ykkur gesti. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap.

Nánari upplýsigar í síma: 555-6455, 849-6846 (Árni), 772-5211 (Jökull) eða 894-1268 (Steinar).