Skógræktarfélag Íslands færir félaginu afmælisgjöf

 

Stjórn Skógræktarfélags Íslands heimsótti félagið þann 15. ágúst síðastliðinn og færði félaginu 7 trjáplöntur í afmælisgjöf, eina fyrir hvern áratug en Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fagnaði 70 ára afmæli í fyrra. Trjáplönturnar voru gróðursettar í Vatnshlíðarlund af stjórnarmönnum SÍ og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Boðið var upp á kaffi í Þöll að gróðursetningu lokinni. Trjáplönturnar voru ræktaðar upp af Aðalsteini Sigurgeirssyni stjórnarmanni hjá SÍ. Um var að ræða tvær sumareikur, tvo aska, tvo apahrella og eitt beyki. Á myndinni má sjá Aðalstein Sigurgeirsson stjórnarmann hjá SÍ segja frá trjánum. Á myndinni sjást einnig Guðbrandur Brynjúlfsson (SÍ), Jónatan Garðarsson og Brynjólfur Jónsson (SÍ). Félagið þakkar Skógræktarfélagi Íslands kærlega fyrir þessa spennandi gjöf.