Handverkssýning laugardaginn 3. júní

Viðarvinir verða með sýningu á renndum, útskornum og tálguðum trémunum í bækistöðvum félagsins og Þallar laugardaginn 3. júní 2017. Sýningin stendur frá kl. 10.00 - 18.00. Viðarvinir eru hópur handverksfólks í Hafnarfirði sem hefur vinnuaðstöðu í Lækjarskóla. Viðarvinir munu m.a. sýna muni úr íslensku timbri m.a. úr skógum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. 

Allir eru velkomnir og er aðgangur er ókeypis. Opið verður í gróðrarstöðinni á sama tíma. Boðið verður upp á kaffi og kex. 

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 (Skógræktarfélag Hfj), 894-1268 (Steinar-Þöll) og 695-8083 (Sigurjón-Viðarvinum).