Félagsskírteini

 Félagsskírteini fyrir árið 2017 voru send út í síðasta mánuði (mars) ásamt aðalfundarboði. Þeir félagar sem ekki hafa greitt tvö ár í röð fengu ekki sent félagsskírteini. Skírteini viðkomandi verður sent um leið og greiðsla berst en kröfur vegna árgjalds 2016 voru stofnaðar í heimabanka í fyrra-haust. Eitthvað af póstinum sem innihélt félagsskírteini og aðalfundarboð kom til baka þar sem viðkomandi voru fluttir. Reynt hefur verið að leysa úr því eftir fremsta megni og koma skírteinum til viðkomandi á nýtt heimilisfang. Endilega komið upplýsingum um breytt heimilisfang til okkar með því að senda tölvupóst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma: 555-6455. 

Hægt er að gerast félagið í Skógræktarfélagi Hfj hér á heimasíðunni með því að smella á flipann "Um félagið" og svo "skrá sig í félagið". Árgjaldið er kr. 2.500,-. Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum plöntum í gróðrarstöðinni Þöll.