Grisjað og snyrt í Gráhelluhrauni

 

Síðastliðnar vikur hafa starfsmenn félagsins unnið að grisjun og snyrtingu skógarins í Gráhelluhrauni en félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóði til verksins. Skógurinn spannar nokkra tugi hektara. 27. maí 2017 eru 70 ár frá því fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í hraunið í nafni félagsins.

Skógurinn í Gráhelluhrauni er um margt sérstakur. Þar leynast sprungur, hellar og fallegir hraundrangar. Margar tegundir trjáa er að finna í hrauninu sérstaklega ýmsa barrviði eins og skógarfuru, rauðgreni og lindifuru.

Vinnan í hrauninu hefur mest falist í svokallaðri kvistun enda gjarnan neðstu greinar trjánna dauðar og torvelda aðgengi að skóginum. Markmið grisjunarinnar auk þess að bæta aðgengi að skóginum er að bæta almennt heilbrigði skógarins, auka verðmæti hans í formi timburs og jólatrjáa, auka útivistargildi hans og opna svæði þar sem rusl vill safnast upp af einhverjum ástæðum.

Fleiri myndir úr Gráhelluhraunsskógi fá sjá á fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/Skógræktarfélag-Hafnarfjarðar-124220421016355/?pnref=lhc

Ef þú villt koma athugasemdum til starfsmanna eða stjórnar félagsins má hafa sambandi í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Með því að gerast félagi styður þú viðhald og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Árgjaldið er aðeins kr. 2.000,-. Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll ehf. Hægt er að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni, flipi "Um félagið".