Grisjað í Gráhelluhrauni

 

Þessa dagana er verið að vinna að grisjun og snyrtingu skógarins í Gráhelluhrauni. Þar var byrjað að gróðursetja vorið 1947. Algengustu trjátegundir í Gráhelluhrauni eru bergfura, rauðgreni, sitkagreni, stafafura og birki. Mikið ber á sjálfsánum stafafurum. Félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóði til verkefnisins. Á myndinni sést Jökull Gunnarsson starfsmaður félagsins.