Opið vikuna 9. - 15. des. frá kl. 10.00 - 18.00

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins verður opin vikuna 9. - 15. desember 2019 frá kl. 10.00 til 18.00. Eigum til greni með rótarhnaus, tröpputré, leiðisgreinar, hurðarkransa og svo auðvitað fururjólatré. 

Erum í Þöll við Kaldárselsveg. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. 

Senda má fyrirspurnir á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Um helgina fá allir viðskiptavinir heitt súkkulaði og piparkökur í kaupbæti. 

Opið helgina 7. og 8. des. 2019 til kl. 18.00

 

Jólatrjáasala félagins er opin helgina 7. og 8. desember frá kl. 10.00 til kl. 18.00 laugar- og sunnudag. Bjóðum upp á íslensk furu- og grenijólatré. Eigum einnig greni og furu með rótarhnaus að ógleymdum hinum vinsælu tröpputrjám.

Einnig seljum við leiðisgreinar, hurðarkransa, jólavendi og fleira. 

Við erum staðsett í Þöll við Kaldárselsveg í Hafnarfirði skammt frá Íshestum og Hvaleyrarvatni. 

Sendið fyrirspurnir á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Síminn er: 555-6455. 

Hólmfríður látin

Hólmfríður Finnbogadóttir (f. 1. júlí 1931) lést 28. nóvember 2019. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Hólmfríðar. Hólmfríður hóf störf hjá félaginu árið 1980. Hólmfríður varð síðar formaður félagsins (1989) og síðan framkvæmdarstjóri allt til ársins 2013.

Hólmfríður á mikinn þátt í velgengni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hún var dugleg að afla félaga. Í hennar tíð voru haldnir tveir vel heppnaðir aðalfundir Skógræktarfélags Íslands árin 1996 og 2006. 

Hólmfríður sat all lengi í stjórn Skógræktarfélag Íslands. Hún sat einnig í fyrstu stjórn Gróðurs fyrir fólk. Hólmfríður var einnig virk í starfi Rauða krossins, Alþýðuflokksins/Samfylkingarinnar, Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar og fleiri félaga. 

Stjórn og starfsmenn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar þakka Hólmfríði kærlega hennar framlag til skógræktar og vináttu í gegnum tíðina. 

Blessuð sé minning Hólmfríðar Finnbogadóttur. 

Ljósmynd: Hólmfríður í landnemaspildu þeirra hjóna Reynis og Hólmfríðar árið 2016. 

Jólatrjáasalan 2019

 

Jólatrjáasala félagsins fer fram í Þöll helgarnar 7.-8., 14.-15. og 21.-22. desember 2019.

Þeir sem þurfa jólatré, greinar og annað fyrir þann tíma hafið samband í síma: 555-6455 eða 894-1268. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Fjöldi manns mætti í ljósagöngu

 

Um 110 manns mættu í kvöldgöngu félagsins og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisinsi þriðjudagskvöldið 29. október 2019. Við þökkum gestum fyrir komuna og undirbúningshópnum kærlega fyrir þeirra framlag. Ef þið eruð með myndir úr göngunni þætti okkur vænt um ef þið vilduð deila þeim með okkur.

Ljósaganga 29. október 2019

 Kvöldganga Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins um skógarstíga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, verður þriðjudaginn 29. október kl. 19:30.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 29. október  kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910

Innheimta árgjalds 2019

Kæru félagar. Nú hefur innheimta á árgjaldi fyrir árið 2019 verið sett af stað. Árgjaldið er aðeins kr. 2.500,-. Með því að greiða árgjaldið styður þú uppbyggingu á útivistarsvæðinu í kringum Hvaleyrarvatni, Gráhelluhrauni, Klifsholtum, við Fremstahöfða, Undirhlíðum og í Seldal. Skógræktarfélag Hfj sér um útplöntun, grisjun, stígagerð, losun ruslaíláta, eftirlit og fleira tengt útivistarsvæðinum í upplandi bæjarins. 

Félagar njóta 15% afsláttar af öllum plöntum í Þöll. Fleiri fyrirtæki í græna geiranum bjóða upp á afslátt gegn framvísun félagsskírteinis. 

Ný félagsskírteini fyrir árin 2020 og 2021 verða send út með aðalfundarboði í mars á næsta ári. Villtu gerast félagi? Sendu umsókn á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Munið að skrá kennitölu og netfang.

Minnum á ljósgönguna þriðjudaginn 29. október kl. 19.30. Lagt af stað frá Þöll. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í undirbúningi hennar hafið samband í síma 894-1268 eða sendið póst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Nánar auglýst síðar.

Sjálfboðaliða-gróðursetningardagur 22. sept. '19

  Við ætlum að gróðursetja í hlíðarnar þar sem sorphaugar bæjarins voru áður, skammt fyrir sunnan Hamranes á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Allir velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455 eða 894-1268.

Sveppaganga

Matsveppirnir í skóginum. Helena Marta Stefánsdóttir náttúrurfræðingur verður leiðsögumaður í sveppagöngu um Höfðaskóg þriðjudaginn 17. september kl. 17.30. Mæting við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem hús bæjarins stóð áður. Takið með ykkur körfu (eða bréfpoka), hníf og sveppahandbók ef þið eigið slíka.

Þöll opin laugardaginn 24. ágúst til kl. 16.00

 

Gróðrarstöðin Þöll er opin laugardaginn 24. ágúst (Menningarnótt) frá kl. 11.00 til 16.00. Mikið úrval af runnum og trjám í garða, sumarhúsalóðir, til skógræktar og skjólbeltaræktunar. 

Erum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. 

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. 

Vel mætt í skógargöngu

 

Fjöldi manns mætti í skógargöngu síðastliðið fimmtudagskvöld 15. ágúst. Gangan var skipulögð af Æskulýðs og tómstundaráði Hfj. Gengið var um Höfðaskóg. Gengið var í gegnum trjá- og rósasafnið. Leiðsögumenn voru Árni Þórólfsson og Steinar Björgvinsson. 

Sjálfboðliðdagur félagsins verður í september. Hrekkjavökugangan svo í lok október. Þessir viðburðir verða nánar auglýstir síðar.