Jólatrjáasala 2016 - Opið til kl. 19.00 mánudaginn 5. desember

 

Opið til kl. 19.00 í dag, mánudaginn 5. desember. Íslensk furu- og grenijólatré, grenitré með rót, tröpputré, tröppuskraut, hurðarkransar og fleira. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Annars er opið alla daga frá kl. 10.00 - 18.00, einnig um helgar. 

Jólatrjáa- og skreytingasalan hefst laugardaginn 3. des

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins hefst laudagardaginn 3. desember. Opið verður frá kl. 10.00 - 18.00. Einnig verður opið á sama tíma á sunnudaginn. Í boði eru íslensk jólatré, greinar, könglar, mosi, hurðarkransar, leiðisgreinar, borðskreytingar og fleiri. Minnum einnig á gjafabréfin í Þöll. Allir viðskiptavinir fá heitt súkkulaði í kaupbæti. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang er: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Sendinefnd frá Cuxhaven heimsækir félagið

 16 manna hópur fráCuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar, heimsóttu félagið laugardagsmorguninn 26. nóvember eins og svo mörg undanfarin ár. Hópurinn kemur hingað í tengslum við afhendingu á jólatrénu frá Cuxhaven sem verður tendrað í dag, 26. nóvember, kl. 15.00 við Cuxhaven-höfnina. Það er alltaf gaman að taka á móti þessum hópi enda eru þetta orðnir góðir vinir okkar hjá Skógræktarfélaginu. Takk fyrir komuna og sjáumst að ári. 

Jólatrjáasalan hefst 3. desember 2016

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins hefst formlega laugardaginn 3. desember. Það verður opið laugar- og sunnudaga í desember til jóla frá kl. 10.00 - 18.00. 

Boðið verður upp á íslensk furu- og grenijólatré, greinar, eldivið og skreytingar úr efniviði skógarsins. Viðskiptavinir fá heitt súkkulaði í kaupbæti. 

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Afhjúpun bautasteins og afmæliskaffi

 

Laugardaginn 5. nóvember síðastliðinn var afhjúpaður bautasteinn í landnemaspildu Hólmfríðar Finnbogadóttur og Reynis Jóhannssonar við Kaldárselsveg. Hólmfríður afhjúpaði steininn. Viðstödd voru stjórn og starfsmenn félagsins. Steininn sem er stuðlaberg gáfu hjónin Sölvi Steinarr og Björk Bjarnadóttir sem reka m.a. Sól-garð við Óseyrarbraut í Hfj. Hólmfríður hóf störf hjá félaginu árið 1980. Hún varð formaður félagsins árið 1989 og síðan framkvæmdastjóri allt til ársins 2013. Í tíð Hólmfríðar jukust umsvif félagsins mjög. Fjöldi félaga jókst mjög. Öll starfsmannaaðstaða bættist einnig til mikilla muna. Mikil áhersla var lögð á stígagerð og fjölbreytni skógarins með tilliti til trjátegunda og útivistarmöguleika.

Síðdegis sama dag var boðið til 70 ára afmælisveislu félagsins í Hafnarborg en félagið er stofnað 25. október árið 1946. Hátt í 100 manns mættu. Myrra Rós Þrastardóttir söng nokkur ljúf lög og lék undir á gítar. Jónatan Garðarsson formaður félagsins rakti síðan sögu félagsins. Þorkell Þorkelsson var kjörin heiðursfélagi og hlaut gullmerki félagsins. Magnús Jónsson frá Skuld sagði frá stofnfundi félagsins árið 1946 sem hann sat á barnsaldri en faðir hans Jón Magnússon í Skuld sat í fyrstu stjórn félagsins. Magnús færði félaginu að gjöf lampa sem farðir hans fékk í fimmtugsafmælisgföf árið 1952. Lampinn er úr birki og útskorin af Ríkarði Jónssyni.

Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands flutti afmælisbarninu kveðjur frá GÍ og færði félaginu bókargjöf. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri færði félaginu kveðjur frá bæjarstjórn. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti félaginu einnig árnaðaróskir. Félaginu hefur einnig hlotnast vegleg bókagjöf frá Skógræktarfélagi Garðabæjar. Félagið þakkar öllum sem komu til að gleðjast með okkur og gera daginn eftirminnilegan. Takk fyrir falleg orð, kveðjur og góðar gjafir.

Á myndinni hér fyrir ofan sést Hólmfríður við steininn í spildi sinni og Reynis sem þau hófu að rækta árið 1980 (ári trésins).

 

 

 

Sjötíu ára afmæli félagsins - afmæliskaffi í Hafnarborg 5. nóvember

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er stofnað 25. október 1946 og fagnar því sjötíu ára afmæli í ár. Af því tilefni er félögum og velunnurum boðið til kaffisamsætis í Hafnarborg laugardaginn 5. nóvember kl. 15.00 - 17.00.

"Þó nokkrir Hafnfirðingar voru meðal stofnfélaga Skógræktarfélags Íslands þegar félagið var stofnað alþingishátíðarárið 1930. Enn fleiri bættust í hópinn á næstu árum enda fór áhugi á skógrækt vaxandi í bænum. Skógræktarfélag Íslands starfaði á þessum tíma sem samnefnari fyrir héraðsfélögin og um leið sem héraðsfélag fyrir skógræktarfólk í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta skipulag var þungt í vöfum og því var ákveðið haustið 1946 að breyta til og stofna sérstök héraðsfélög í Hafnarfirði og Reykjavík. Skógræktarfélag Íslands starfaði eftirleiðis sem sambandsfélag allra skógræktarfélaga í landinu. Þessi breyting átti sér stað með formlegum hætti þann 24. október 1946 og daginn eftir, 25. október, síðasta dag sumar komu hafnfirskir skógræktarmenn saman til fundar og stofnuðu Skógræktarfélag Hafnarfjarðar" (1996, Lúðvík Geirsson, Græðum hraun og grýtta mela).

Mynd: Fyrsta skógrækarferðin í Gráhelluhrauni 27. maí 1947.

Kvöldganga Krabbmeinsfélags Hfj og Skógræktarfélags Hfj


Kvöldganga Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar um skógarstíga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. október kl. 19:30.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudag, 4. október, kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Anna Borg, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt  súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910.

Sjálfboðaliðadagurinn 24. september 2016

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 24. september frá kl. 10.00 - 12.00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund til minningar um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn. Verkfæri og plöntur á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að lokinni gróðursetningu. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar) eða 849-6846 (Árni).

Vegvísir: Akið Kaldárselsveginn til suðurs. Beygið til hægri Hvaleyrarvatnsveg. Þegar komið er upp á hæðina er beygt strax til hægri í átt að kartöflugörðunum sem þar eru og síðan til vinstri eftir akvegi sem liggur eftir Vatnshlíðinni endilangri. Þetta er botnlangi og þar er hægt að leggja.

Google Maps

Sjáumst: Stjórn og starfsfólk

Saturday 24th September is the annual tree planting volunteer day in Hafnafjördur from 10:00-12:00.

We will be planting in memory of Hjálmar R. Bárðarson and his wife Else S. Bárðarson.
We will meet at Vatnshlíðarlundur, which is located 100m north of Hvaleyravatn.

Plants and tools will be provided.
When planting is complete please make your way back to Þöll where we will provide food and drinks for all the volunteers.

Everyone is Welcome.

For more information contact:

555-6455 (Þöll, the plant nursery)
894-1268 (Steinar)
894-6846 (Árni)


Directions:

Drive to Kaldárselsvegur take the first right on the little hill to Hvaleyravatn which is a gravel road.
Then on the second right you shall see a sign that we have put up.

Google Maps

See you there: The Board and employees of Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Opið til kl. 16.00 laugardaginn 10. september 2016

 Opið í dag, laugardaginn 10. september, frá kl. 11.00 - 16.00. 20% afsláttur af öllum plöntum handa félögum í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja og færa til plöntur.

Mikið úrval af fallegum og hraustum trjám og runnum í pottum. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Opið laugardaginn 20. ágúst 2016 (menningarnótt)

 Opið í dag, laugardaginn 20. ágúst, frá kl. 10.00 - 16.00 (menningarnótt). 20% afsláttur af öllum plöntum handa félögum í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja og flytja plöntur. Limgerðisplöntur, kvistir, runnumurur, kórónur, misplar, rósir, sígrænt, berjarunnar, ávaxtatré, reynitegundir, skógaplöntur og fleira. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

20% afsláttur fyrir félaga

 Gróðrarstöðin Þöll er opin virka daga frá kl. 09.00 - 18.00. Laugardaginn 30. júlí 2016 er opið frá kl. 10.00 - 17.00. Allir félagar í skógræktarfélögum og félagar í Garðyrkjufélagi Íslands frá 20% afslátt af öllum plöntum út mánuðinn (venjulega 15%). Síminn í Þöll er 555-6566 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.