Marteinn Sindri mætir í dag

 

Jólatrjáa- og skreytingasala er opin sunnudaginn 9. desember 2018 frá kl. 10.00 - 18.00. Marteinn Sindri Jónsson tónlistamaður mætir í dag kl. 14.30 og flytur nokkur hugljúf lög. 

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Opið helgina 8. - 9. des. 2018 til kl. 18.00

 

Opið helgina 8. og 9. des. 2018 frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk jólatré á sama verði og í fyrra og árið þar áður! Allir viðskiptavinir fá heitt súkkulaði og kex í kaupbæti.

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Heimasíða: skoghf.is

Opið alla daga milli kl. 10.00 - 18.00

 

Jólatrjáasala félagsins er opin alla daga milli kl. 10.00 - 18.00. Einnig um helgar. Íslensk furu- og blágrenijólatré, fura og greni með rótarhnaus, tröpputréin vinsælu, hurðarkransar, leiðisgreinar, eldiviður og fleira. 

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Helgina 8. - 9. des. 2018 bjóðum við öllum viðskiptavinum upp á heitt súkkulaði í kaupbæti. 

Við erum í Þöll við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Jólatrjáa- og skreytingasalan opin 2. des

 

Opið sunnudaginn 2. desember 2018 frá kl. 11.00 - 16.00. Erum komin með tröpputré (jólatré stungið í trjábol), furu- og blágreni-jólatré, furu og greni með rót, tröppuskraut (samplöntun með mismunandi tegundum af sígrænum trjám), hurðarkransa, leiðisgreinar, jólavendi og fleira.

Heitt á könnunni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Opið föstudag og fyrstu helgina í des

 

Jólatrjáasalan er opin frá kl. 09.00 - 17.00 föstudaginn 30. nóvember. Fura og blágreni, tröpputré, fura og greni með rót, greinar, hurðarkransar, jólavendir, leiðisgreinar og fleira.

Helgina 1.-2. desember verður opið frá kl. 11.00 - 16.00.

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Vantar þig íslenskt jólatré?

 

Jólatré (fura og greni), tröpputré, furugreinar, hurðarkransar og fleira. Opið til kl. 17.00 í dag, miðvikudaginn 28. nóvember 2018.

Jólatréin komin

 Vantar þig jólatré, furugreinar, eldivið eða hurðarkrans? Erum við í dag, sunnudaginn 25. nóv 2018, til kl. 16.00.

Jólatré og greinar - Jólin 2018

 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar selur jólatré og greinar til skreytinga. Hafið samband í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar) eða 849-6846 (Árni) ef ykkur vantar tré eða greinar núna í nóvember. Einnig má senda fyrirspurnir og pantanir á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Jólatrjáasala félagsins í Þöll hefst svo formlega helgina 8. og 9. desember. Opið verður helgarnar 8.- 9. desember og 15. - 16. desember frá kl. 10.00 - 18.00. Virka daga í desember verður opið frá kl. 09.00 - 18.00. 

100 manns mættu í ljósagöngu

 

Um 100 manns mættu í kvöldgöngu skógræktarfélagsins og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Gangan var í anda hrekkjavöku. Nokkrir draugar og aðrir vættir skógarins létu sjá sig í skóginum. Leiðsögn var í höndum Drag-skúla. 

Allir fengu heitt kakó og kleinur að göngu lokinni. 

Skógræktarfélagið og Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna. Einnig vilja félögin þakka vættum skógarins og Linu fyrir veitingar fyrir undirbúningshópinn. 

Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Kvöldganga 30. október 2018

Kvöldganga Krabbameinsfélags Höfuðborgarsvæðisins um skógarstíga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 30. október kl. 19:30.

Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudag, 30. október, kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Anna Borg stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910.

Að gefnu tilefni bendum við á bílastæði í Værð. Þá er ekið framhjá Þöll nokkra metra og svo til hægri. Einnig má leggja niður við Hvaleyrarvatn og ganga upp í Þöll. Einnig er hægt að aka í gegnum gróðrarstöðina og upp að starfsmannahúsinu sem er skammt fyrir sunnan Þöll.

 

 

 

Árgjald 2018

 Kæru félagar. Innheimta á árgjaldi fyrir árið 2018 er farin af stað. Stofnaðar hafa verið kröfur sem birtast í heimabanka hvers og eins. Árgjaldið er aðeins kr. 2.500,-. Með því að vera félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar styrkir þú starfsemi félagsins en félagið sér um skógrækt, stígagerð,  hreinsun og fleira við Hvaleyrarvatn, í Höfðaskógi, í Gráhelluhrauni (Tröllaskógi) í Undirhlíðum og víðar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tekur t.d. á móti nemendum leik- og grunnskóla og bíður upp á fræðslu um skóga og uppgræðslu svo fátt eitt sé nefnt. Ennfremur stendur félagið fyrir skógargöngum, fuglaskoðun, fjölskyldudegi og fleiru yfir árið. Jólatrjáasala félagsins fer fram í Þöll í desember. 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun. Félagið er stofnað árið 1946. Félagar eru nú rúmlega 850 talsins og er Skógæktarfélag Hafnarfjarðar næstfjölmennasta skógræktarfélag landsins næst á eftir Skógræktarfélagi Reykjavíkur en um 60 skógræktarfélög starfa vítt og breitt um landið. 

Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar með því að opna flipann "um félagið" og síðan opna flipann "gerast félagi" og fylla út í reitina og senda. 

Allir félagar fá félagsskírteini sent. Ýmis fyrirtæki veita félögum afslátt af vörum. Gróðrarstöðin Þöll ehf, dótturfélag Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, veitir félögum 15 % afslátt af öllum plöntum. Aðalfundur félagsins fer fram í mars/apríl. 

Myndin er tekin í Skólalundi í Undirhlíðum.

 

Sjálfboðaliðar gróðursetja

 

Laugardagsmorguninn 15. september 2018 mættu rúmlega tuttugu manns og gróðursettu í brekkurnar skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn þar sem áður var jarðvegstippur og öskuhaugar bæjarins. Gróðursettar voru tæplega eitt þúsund 3-4 ára birki, elri og asparplöntur. Þetta er níunda árið í röð sem Skógræktarfélagið efnir til sjálfboðaliða-gróðursetningardags. Að gróðursetningu lokinni var öllum boðið í heita gúllassúpu í Þöll. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þakkar öllum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir þeirra vinnuframlag. Á myndinni má sjá Árna Þórólfsson, Snorra Þórólfsson, Vigfús, Gunnar Þórólfsson, Charlie, Anniku og fleiri. Ljósmynd: Steinar Björgvinsson.