Kvöldganga Krabbmeinsfélags Hfj og Skógræktarfélags Hfj

Kvöldganga Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar um skógarstíga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. október kl. 19:30.

 Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudag, 4. október, kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Anna Borg, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

 

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665 8910.

Sjálfboðaliðadagurinn 24. september 2016

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 24. september frá kl. 10.00 - 12.00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund til minningar um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn. Verkfæri og plöntur á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að lokinni gróðursetningu. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar) eða 849-6846 (Árni). 

 

Vegvísir: Akið Kaldárselsveginn til suðurs. Beygið til hægri Hvaleyrarvatnsveg. Þegar komið er upp á hæðina er beygt strax til hægri í átt að kartöflugörðunum sem þar eru og síðan til vinstri eftir akvegi sem liggur eftir Vatnshlíðinni endilangri. Þetta er botnlangi og þar er hægt að leggja.

 Google Maps

Sjáumst: Stjórn og starfsfólk

Saturday 24th September is the annual tree planting volunteer day in Hafnafjördur from 10:00-12:00.

We will be planting in memory of Hjálmar R. Bárðarson and his wife Else S. Bárðarson.
We will meet at Vatnshlíðarlundur, which is located 100m north of Hvaleyravatn.

Plants and tools will be provided.
When planting is complete please make your way back to Þöll where we will provide food and drinks for all the volunteers.

Everyone is Welcome.

For more information contact:

555-6455 (Þöll, the plant nursery)
894-1268 (Steinar)
894-6846 (Árni)


Directions:

Drive to Kaldárselsvegur take the first right on the little hill to Hvaleyravatn which is a gravel road.
Then on the second right you shall see a sign that we have put up.

 Google Maps

See you there: The Board and employees of Skógræktarfélag Hafnarfjarðar

Opið til kl. 16.00 laugardaginn 10. september 2016

 Opið í dag, laugardaginn 10. september, frá kl. 11.00 - 16.00. 20% afsláttur af öllum plöntum handa félögum í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja og færa til plöntur.

Mikið úrval af fallegum og hraustum trjám og runnum í pottum. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Opið laugardaginn 20. ágúst 2016 (menningarnótt)

 Opið í dag, laugardaginn 20. ágúst, frá kl. 10.00 - 16.00 (menningarnótt). 20% afsláttur af öllum plöntum handa félögum í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja og flytja plöntur. Limgerðisplöntur, kvistir, runnumurur, kórónur, misplar, rósir, sígrænt, berjarunnar, ávaxtatré, reynitegundir, skógaplöntur og fleira. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

20% afsláttur fyrir félaga

 Gróðrarstöðin Þöll er opin virka daga frá kl. 09.00 - 18.00. Laugardaginn 30. júlí 2016 er opið frá kl. 10.00 - 17.00. Allir félagar í skógræktarfélögum og félagar í Garðyrkjufélagi Íslands frá 20% afslátt af öllum plöntum út mánuðinn (venjulega 15%). Síminn í Þöll er 555-6566 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

20% afsláttur til félaga

 Gróðrarstöðin er opin frá kl. 09.00 - 18.00 virka daga. Laugardaginn 30. júlí 2016 verður opið frá kl. 10.00 - 17.00. Bjóðum félögum í skógræktarfélögum og félögum í Garðyrkjufélagi Íslands 20% afslátt af öllum plöntum út mánuðinn (annars 15% afsláttur alla jafna til félaga). Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfangið er:  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Mikið úrval af alls kyns trjám og runnum í pottum. Einnig úrval af skógaplöntum.

Vetrarfuglatalning 2016

 

Laugardaginn 16. janúar töldu Hannes Þór Hafsteinsson, Einar Þorleifsson og Steinar Björgvinsson fugla á svæði því sem nefnt er "Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar". Talningar sem þessi hafa farið fram í áratugi á landinu og heldur Náttúrufræðistofnun Íslands utan um gögnin sem fást og skipuleggur vetrarfuglatalningu ár hvert. Umrætt svæði hefur verið talið í um 15 ár en flest talningarsvæði eru við ströndina ólíkt því sem hér um ræðir. Megináherslan er á Höfðaskóg, Sléttuhlíð, Kaldá, Lækjarbotna, Hamarkotslæk og Ástjörn. Eftirtaldar fuglategundir sáust: Stokkendur, urtendur, gulendur, grágæsir, álft, gráhegri (við Kaldá), hrossagaukar, skógarþrestir, svartþrestir, starar, snjótittlingar, auðnutittlingur, músarrindill, glókollar, krossnefir, hrafn og smyrlar. Miklu minna var af auðnutittling en áður. Einnig var frekar lítið um snjótittlinga. Spor sáust við Hamarkotslæk sem líklega eru eftir keldusvín en keldusvín hefur stundum sést á þeim slóðum. Glókollar voru fáir. Myndin sýnir auðnutittling. 

Gleðilega hátíð

 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðin Þöll óska félögum, viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 

Jólatré á aðfangadag

  Opið í dag, aðfangadag, frá kl. 11.00 - 13.00. Eigum enn til furu- og blágrenijólatré í minni kantinum. Öll tré á kr. 4.000,-/stk. Furugreinar fylgja með í kaupbæti. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).

Öll jólatré á kr. 4.000,- á Þorláksmessu

 

Opið í dag, 23. desember Þorláksmessu, frá kl. 10.00 - 16.00. Öll jólatré á kr. 4.000,-. Eigum enn til furu- og blágreni-jólatré í minni kantinum. Furugreinar í kaupbæti með hverju tré. Eigum einnig til leiðisgreinar og krossa. Heitt á könnunni. Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Opið til kl. 18.00 22. des

 

Jólatrjáasalan er opin í dag þriðjudaginn 22. desember frá kl. 10.00 - 18.00. Eigum enn til furu- og grenijólatré aðallega í minni kantinum. Einnig hurðakransa, leiðisgreinar og fleira. Síminn er: 555-6455 og netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .