Þöll opnar aftur 12. maí 2018

 Gróðrarstöðin Þöll opnar aftur laugardaginn 12. maí. Ef þið viljið nálgast plöntur fyrir þann tíma sendið póst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringið í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).

Fuglaskoðun á Björtum dögum 2018

 Laugardaginn 21. apríl kl. 11. Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Þekkir þú fiðraða nýbúa skógarins?

Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson verða leiðsögumenn í fuglaskoðunarferð. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Kaffi og spjall í Þöll að göngu lokinni. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455. Einnig má senda fyrirspurnir á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Bjartra daga" sem stendur frá 18.- 22. apríl. Sjá dagskrá: https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-lau-21-april-2018. Ljósmynd af auðnutittling: Björgvin Sigurbergsson.

Almenningsíþróttadeild Hauka styrkir félagið

Hvítasunnuhlaup Hauka hefur verið haldið nú í all nokkur ár. Um er að ræða vinsælasta utanvegahlaup landsins. Stór hluti hlaupsins fer fram á athafnasvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Almenningsíþróttadeild Hauka hefur styrkt Skógræktarfélagið og hefur styrkfénu verið varið til lagfæringa og viðhalds á hlaupleiðunum á umsjónarsvæði Skógræktarfélagsins.

 

Vel mætt á aðalfund

 Kringum 50 manns mættu á aðalfund félagsins í Apótekinu, Hafnarborg fimmtudagskvöldið 22. mars. Að loknum aðalfundarstörfum kynntu þeir Björn Guðbrandur og Hjálmar uppgræðslu "Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs" í Krýsuvík. Að því loknu flutti Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur erindi um matsveppi. Gunnar Svavarsson var kosinn fundarstjóri. Boðið var upp á kaffiveitingar í hléi sem Marselína Pálsson sá um. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk..., Hjálmar Hjálmarsson formaður Gróðurs fyrir fólk... og Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur. Þeim voru afhent töfratré í þakklætisskyni frá félaginu fyrir frábæra fyrirlestra.

Aðalfundur félagsins 22. mars 2018

 

Minnum á aðalfund félagsins fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg. Gengið inn frá Strandgötu.  Dagskrá: sjá hér að neðan. 

Aðalfundur 22. mars 2018

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34

Kl. 20.00 – 20.55

• Venjuleg aðalfundarstörf.

• Björn Guðbrandur Jónsson kynnir starfsemi „Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs“

Kaffihlé

Kl. 21. 15 – 22.00

• Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Matsveppirnir í skóginum“.

Kaffiveitingar eru í boði félagsins. Hægt er að gerast félagi með því að senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða á heimasíðu félagsins skoghf.is (flipinn "um félagið" og síðan "skrá mig í félagið"). Árgjaldið er kr. 2.500,-. Með því að gerast félagi styður þú við skógrækt og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Félagar njóta afsláttarkjara hjá ýmsum fyrirtækjum eins og Gróðrarstöðinni Þöll ehf.

Félagsskírteini á leiðinni

Félagsskírteini og aðalfundarboð ættu að berast félögum í þessari og næstu viku. Hafið samband í síma: 555-6455 eða 894-1268 eða sendið skeyti á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ef þið fáið ekki póst frá félaginu á næstu dögum. Við hvetjum þá félaga sem ekki hafa borgað árgjaldið fyrir árið 2017 að gera það sem fyrst en greiðsluseðlar voru sendir út síðastliðið haust og kröfur stofnaðar í heimabanka.

Þeir sem ekki hafa greitt árgjald tvö ár í röð detta út af félagaskrá. Viljir þú gerast félagi má fara inn á heimasíðu félagsins skoghf.is og smella á flipann "um félagið" og síðan "skrá sig í félagið".

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg.

Aðalfundur 2018

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34

Kl. 20.00 – 20.55
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Björn Guðbrandur Jónsson kynnir starfsemi „Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs“


Kaffihlé


Kl. 21. 15 – 22.00
• Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Matsveppirnir í skóginum“.

Kaffiveitingar eru í boði félagsins. Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hfj með því að senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hér á heimasíðu félagsins undir flipanum "um félagið" og síðan "skrá mig í félagið".  Árgjaldið er kr. 2.500,-. Með því að gerast félagi styður þú við skógrækt og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Félagar njóta afsláttarkjara hjá ýmsum fyrirtækjum eins og Gróðrarstöðinni Þöll ehf.

Stígarnir ruddir

 

Undanfarna daga hafa starfsmenn félagsins rutt stíginn í kringum Hvaleyarvatn eins og þörf krefur með heimatilbúnum snjóplóg úr vörubretti sem dregið er með sexhjóli. Einnig hafa valdir skógarstígar verið ruddir. 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun. Meginhlutverk félagsins er umsjón og uppbygging útivistarsvæðisins í upplandi bæjarins. Tæplega 900 mann eru félagar í Skógræktarfélagi Hfj. Árgjaldið er kr. 2.500,-. Hægt er að gerast félagi með því að klikka á flippann "um félagið" og fylla út "gerast félagi". Einnig má senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum garð- og skógarplöntum í Gróðrarstöðinni Þöll.

Á annarri myndinni sést Jökull draga snjóplóginn og á hinni má sjá afraksturinn en báðar myndirnir eru teknar við Hvaleyarvatn (ljósmyndir: Isabella Praher).

 


Vetrarfuglatalning 2018

 

Eins og mörg undanfarin ár fór vetrarfuglatalning fram nú í janúar. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjusérfræðingur og Steinar Björgvinsson framkvæmdastjór félagsins töldu svæðið austan Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og þar með Höfðaskóg, Gráhelluhraun, Sléttuhlíð, Klifsholt, Vatnshlíð, Ástjörn og Setbergshverfið. Þar sem svæðið liggur ekki að sjá vantar margar algengar fuglategundir á listann sem eru algengur hér á veturna með ströndum fram. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um öll gögn sem tengjast vetrarfuglatalningu en svæðið sem um ræðir ber númerið SV-14, sjá: http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur

Eftirtaldar fuglategundir sáust: Hrafnar, skógarþrestir, svartþrestir, starar, músarrindlar, glókollar, krossnefir, snjótittlingar, auðnutittlingar, hrossagaukar, skógarsnípa (við Ástjörn), urtendur, stokkendur, grágæsir, gráhegri, rjúpur og smyrlar. 

Talningin fór fram sunnudaginn 21. janúar 2018. 

Myndin er af auðnutittling (ljósmynd: Björgvin Sigurbergsson).

 

Stjórn Landgræðslusjóðs í heimsókn

 

Stjórn Landgræðslusjóðs heimsótti félagið þann 17. janúar 2018. Megintilgangur heimsóknarinnar var að skoða skógræktina í Vatnshlíðalundi en Skógræktarfélag Hfj hefur gróðursett þar árlega frá árinu 2011 með styrk úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else E. Bárðarson en sjóðurinn er í vörslu Landgræðslusjóðs. Búið er að gróðursetja yfir 11.000 trjáplöntur í pottum (2-4 ára) og 42.000 skógarplöntur í bökkum af um 40 mismunandi tegundum í Vatnshlíðina. 

Myndin var tekin af þessu tilefni af stjórnarmönnum Landgræðslusjóðs auk Árna Þórólfs. og Steinars frá Skógræktarfélagi Hfj. Frá vinstri. Árni Bragason (Landgræðslunni), Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs, Aðalsteinn Sigurgeirsson (Skógræktinni), Lydía Rafnsdóttir, Árni Þórólfsson, Þuríður Yngvadóttir (Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar) og Steinar Björgvinsson.