Stígarnir ruddir

 

Undanfarna daga hafa starfsmenn félagsins rutt stíginn í kringum Hvaleyarvatn eins og þörf krefur með heimatilbúnum snjóplóg úr vörubretti sem dregið er með sexhjóli. Einnig hafa valdir skógarstígar verið ruddir. 

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun. Meginhlutverk félagsins er umsjón og uppbygging útivistarsvæðisins í upplandi bæjarins. Tæplega 900 mann eru félagar í Skógræktarfélagi Hfj. Árgjaldið er kr. 2.500,-. Hægt er að gerast félagi með því að klikka á flippann "um félagið" og fylla út "gerast félagi". Einnig má senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum garð- og skógarplöntum í Gróðrarstöðinni Þöll.

Á annarri myndinni sést Jökull draga snjóplóginn og á hinni má sjá afraksturinn en báðar myndirnir eru teknar við Hvaleyarvatn (ljósmyndir: Isabella Praher).

 


Vetrarfuglatalning 2018

 

Eins og mörg undanfarin ár fór vetrarfuglatalning fram nú í janúar. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjusérfræðingur og Steinar Björgvinsson framkvæmdastjór félagsins töldu svæðið austan Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og þar með Höfðaskóg, Gráhelluhraun, Sléttuhlíð, Klifsholt, Vatnshlíð, Ástjörn og Setbergshverfið. Þar sem svæðið liggur ekki að sjá vantar margar algengar fuglategundir á listann sem eru algengur hér á veturna með ströndum fram. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um öll gögn sem tengjast vetrarfuglatalningu en svæðið sem um ræðir ber númerið SV-14, sjá: http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur

Eftirtaldar fuglategundir sáust: Hrafnar, skógarþrestir, svartþrestir, starar, músarrindlar, glókollar, krossnefir, snjótittlingar, auðnutittlingar, hrossagaukar, skógarsnípa (við Ástjörn), urtendur, stokkendur, grágæsir, gráhegri, rjúpur og smyrlar. 

Talningin fór fram sunnudaginn 21. janúar 2018. 

Myndin er af auðnutittling (ljósmynd: Björgvin Sigurbergsson).

 

Stjórn Landgræðslusjóðs í heimsókn

 

Stjórn Landgræðslusjóðs heimsótti félagið þann 17. janúar 2018. Megintilgangur heimsóknarinnar var að skoða skógræktina í Vatnshlíðalundi en Skógræktarfélag Hfj hefur gróðursett þar árlega frá árinu 2011 með styrk úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else E. Bárðarson en sjóðurinn er í vörslu Landgræðslusjóðs. Búið er að gróðursetja yfir 11.000 trjáplöntur í pottum (2-4 ára) og 42.000 skógarplöntur í bökkum af um 40 mismunandi tegundum í Vatnshlíðina. 

Myndin var tekin af þessu tilefni af stjórnarmönnum Landgræðslusjóðs auk Árna Þórólfs. og Steinars frá Skógræktarfélagi Hfj. Frá vinstri. Árni Bragason (Landgræðslunni), Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs, Aðalsteinn Sigurgeirsson (Skógræktinni), Lydía Rafnsdóttir, Árni Þórólfsson, Þuríður Yngvadóttir (Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar) og Steinar Björgvinsson. 

Opið föstudaginn 22. des til kl. 18.00

 

Opið í dag, föstudaginn 22. desember 2017, frá kl. 10.00 - 18.00. Eigum til furujólatré á niðursettu verði, nokkur falleg tröpputré, náttúrulegar leiðis-skreytingar, hina vinsælu jólavendi á kr. 2.500,-, hurðarkransa, köngla, greinar og fleira. Furagreina-búnt í kaupbæti með hverju seldu jólatré.

Eigum til falleg grenitré um 35 cm á hæð og fleira sígrænt í pottum eins og t.d. þallir svona 50 cm háar.

Minnum á gjafakortin í Þöll. Hægt er að kaupa þau á staðnum.

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .


Opið fimmtudaginn 21. des til kl. 18.00

 

Opið í dag, fimmtudaginn 21. desember 2017, frá kl. 10.00 - 18.00. Eigum nokkrar furur á niðursettu verði, nokkur gullfalleg tröpputré, fallega hurðarkransa og glænýja jólavendi að hætti Steinars og fleira.

Eigum til falleg lítil grenitré í pottum, um 35 sm á hæð í 2 l pottum.

Furugreinabúnt fylgir öllum seldum jólatrjám í dag.

Opið miðvikudaginn 20. des til kl. 18.00

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin í dag, miðvikudaginn 20. desember 2017, frá kl. 10.00 - 18.00. Eigum furu - jólatré, furu - tröpputré, leiðisgreinar, hurðarkransa, jólavendi, greinar, mosa og fleira.

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Erum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.

Opið 19. des

 

Opið í dag, þriðjudaginn 19. des., frá kl. 10.00 - 18.00. Eigum til furujólatré, tröpputré, eldivið, köngla, mosa, hurðarkransa, leiðisgreinar, jólavendi og fleira. Á eftir og á morgun fáum við eitthvað meira af jólatrjám, aðallega furu.

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Opið sunnudaginn 17. des til kl. 18.00

 

Opið í dag, sunnudaginn 17. desember, frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu- og grenijólatré, tröpputré, greinar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira.

Allir fá heitt súkkulaði í kaupbæti. Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Við erum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði skammt frá Íshestum, Sörlastöðum og Hvaleyrarvatni.

Opið helgina 16. og 17. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Opið í dag, laugardaginn 16. og á morgun sunnudaginn 17. desember, frá kl. 10.00 - 18.00. Bjóðum upp á íslensk furu-, blágreni- og rauðgreni - jólatré, tröpputré, greinar, hurðarkransa, leiðisgreinar, jólavendi og fleira. Allir fá heitt súkkulaði í kaupbæti.

Síminn er: 555-6455. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Erum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði (Þöll).

Opið vikuna 11. - 17. des frá kl. 10.00 - 18.00

 J

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin alla daga frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu- og grenijólatré, tröpputré, eldiviður, greinar, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira. 

Helgina 16. - 17. des. er einnig opið frá kl. 10.00 - 18.00. Um helgina bjóðum við öllum okkar viðskipavinum upp á heitt súkkulaði og kex í kaupbæti. 

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Við erum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði skammt frá Íshestum og Hvaleyrarvatni á sama stað og Gróðrarstöðin Þöll.

Jólatrjáasalan er opin sunnudaginn 10. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin í dag, sunnudaginn 10. desember, frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu- og grenijólatré, hin vinsælu tröpputré, greinar, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira. 

Kl. rúmlega 14.00 mun tónlistarmaðurinn Marteinn Sindri Jónsson koma og leika og syngja nokkur lög í bækistöðvum félagsins (Þöll). 

Vegna Kaldárhlaupsins verður Kaldárselsvegur lokaður frá kl. 13.00 í um hálftíma.

Öllum viðskiptavinum er boðið upp á heitt súkkulaði í dag í kaupbæti. 

Ljósmyndin er af Marteini Sindra sem mun koma fram í dag kl. rúmlega 14.00.